Myndband

© Halldór Björgvin Ívarsson, 2013            

  

namsleikir@namsleikir.is

iPad                 iPhone

Android

Video

LANDVÍS - Á ferð um Evrópu er bæði fyrir unga sem aldna sem vilja auka þekkingu sína á Evrópu með skemmtilegum hætti.

Leikurinn skiptist í lærðu og æfðu.

Í æfðu hlutanum er hægt að velja úr fjórum mismunandi viðfangsefnum og einnig fara í keppni einn á móti einum. Leikurinn gengur út á að fljúga um Evrópu og velja rétta staðsetningu í samræmi við verkefnin sem koma upp.

Í lærðu hlutanum getur þú fengið upplýsingar um landfræðilega legu ríkja Evrópu, auk grunnupplýsinga, og staðsetningu nokkra eyja, fljóta, fjalla, fjallgarða, hafsvæða, skaga og vatna.


+ Fjögur borð/mismunandi viðfangsefni. Ríki, höfuðborgir, þjóðfánar og náttúra.

+ Einn á móti einum valmöguleiki.

+ Upplýsingar um Evrópu.


Til kennara/nemenda. Ef leikurinn er notaður til kennslu virkar vel að spila hann með stuðning frá landakorti af Evrópu og hæglega má nota hann samhliða skriflegu kortaverkefni.


Sérstakar þakkir til nemenda minna í 7. bekk Árbæjarskóla Reykjavík haustið 2013.